Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 16:30 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Berlín. Vísir/Valli Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00