Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:30 Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00