Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 12:17 Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. vísir/andri marinó Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33
Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28