Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar