Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun