Fótbolti

Ísland hugsanlega áfram í milliriðla þrátt fyrir tap gegn Dönum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/ksí
Íslenska piltalandsliðið í U-17 tapaði fyrir Dönum í undankeppni EM á Nettó-vellinum í Keflavík í dag.

Andreas Bruus skoraði fyrsta mark leiksins þegar hálftími var eftir af leiknum og það var síðan Jeppe Okkels sem innsiglaði sigur Dana á 79. mínútu.

Danir vinna því riðilinn og enda með sjö stig. Grikki slátruðu Kasakstan á sama tíma 6-0 og enda þeir með fimm stig. Íslendingar hafna því í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig.

Ekki er öll von úti um að komast áfram í milliriðilinn er fimm lið sem hafa bestan árangur í þriðja sæti riðlanna fara áfram. Ísland á því enn möguleika á því. Það kemur ekki í ljós fyrr en undankeppninni er lokið hvort Ísland komist áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×