Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd 27. september 2015 15:54 FH-ingar eru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. vísir/þórdís Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann