Víti sem vonandi gleymist fljótt Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér skjóta yfir markið úr vítinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
„Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira