Rakel um nýja hlutverkið: Er skemmtilegt verkefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 12:00 Rakel á ferðinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/anton Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira