Viljum verða besta lið landsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2015 07:00 Hrafnhildur hleður hér í skot gegn Fylki. Vísir/Valli Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45