Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hótar hungurverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:48 Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Vísir/EPA Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12
Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31
Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00