Harpa: Komið gott af rússneskum liðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 17:00 Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Andri Marinó Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Sjá meira
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Sjá meira
Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00