Tækifæri en ekki ógn Kolbeinn Árnason skrifar 7. október 2015 07:00 Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun