Ásmundur hættur með ÍBV | "Gengur ekki upp að taka annað tímabil“ Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 3. október 2015 16:48 Undir stjórn Ásmundar bjargaði ÍBV sér frá falli. Vísir/Andri „Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30 Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30 Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30
Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00