Enski boltinn

Óli Stefán tekur við Grindavík | Brynjar hættur með Fjarðarbyggð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik hjá Grindavík.
Úr leik hjá Grindavík. Vísir/Andri Marinó
Tommy Nielsen verður ekki þjálfari Grindavíkur á næsta tímabili en Óli Stefán Flóventsson sem sinnti starfi aðstoðarþjálfara á þessu tímabili mun taka við keflinu.

Þetta staðfesti Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við Fotbolti.net í dag.

Tommy sem tók við liði Grindavíkur fyrir tímabilið skrifaði undir eins árs samning á sínum tíma og var tekin ákvörðun um að framlengja ekki samningnum. Mun Óli Stefán þess í stað taka við liðinu en hann lék með liðinu í fimmtán ár.

Óla til aðstoðar verður Milan Stefán Jankovic en hann hefur þjálfað meistaraflokk Grindavíkur um áraraðir.

Þá staðfesti Brynjar Þór Gestsson að hann væri hættur sem þjálfari Fjarðarbyggðar í samtali við Fotbolti.net í dag.

Brynjar sem hefur þjálfað Fjarðarbyggð undanfarin þrjú ár kom liðinu upp úr 3. deild alla leiðina í 1. deild og stýrði hann liðinu í 7. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×