Íslenski boltinn

Guðjón Pétur aftur í Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson með Sigurbirni Hreiðarssyni.
Guðjón Pétur Lýðsson með Sigurbirni Hreiðarssyni. Mynd/Valur
Guðjón Pétur Lýðsson spilar með Val í Pepsi-deildinni á komandi sumri en Valsmenn sögðu frá því á heimasíðu sinni í kvöld að miðjumaðurinn hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Guðjón Pétur Lýðsson hefur spilað með Breiðabliki í Pepsi-deildinni undanfarin þrjú tímabil en lék með Valsmönnum frá 2011 til 2012. Hann

Guðjón Pétur er 28 ára miðjumaður sem hefur jafnan verið í hópi þeirra leikmanna sem leggja upp flest mörk fyrir félaga sína.

Guðjón Pétur skoraði 4 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 20 leikjum með Blikum í sumar en tímabilið á undan var hann með 7 mörk og 6 stoðsendingar. Á þremur tímabilum hans í Kópavoginum var hann með 17 mörk og 19 stoðsendingar í 59 leikjum.

Guðjón Pétur hefur aldrei skorað meira á einu tímabili en á fyrsta ári sínu með Val þegar hann var með 8 mörk og 4 stoðsendingar í aðeins 17 leikjum en það var sumarið 2011. Hann fann sig ekki eins vel árið eftir og færði sig yfir í Kópavoginn eftir 2012-tímabilið.

„Guðjón Pétur er gríðarlega hæfileikaríkur knattspyrnumaður og hefur gríðarlegan metnað fyrir hönd félagsins," segir í frétt Valsmanna og þar segir einnig:

 „Knattspyrnudeild Vals stefnir enn hærra eftir bikarmeistaratitil og skemmtilega spilamennsku Valsliðins á síðustu leiktíð og er Guðjón Pétur mikilvægur hlekkur í góðu Valsliði sem tekur þátt í Evrópukeppninni á komandi leiktíð."

Mynd/Valur
Mynd/Valur
Mynd/Valur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×