Körfubolti

Körfuboltakvöld: Boltavigtun | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Domino's Körfuboltakvölds, brá á það ráð vigta keppnisboltann sem er notaður í deildinni í fyrsta uppgjörsþætti vetrarins.

Nokkrir leikmenn hafa kvartað yfir því að keppnisboltinn í ár sé þyngri en áður og vigtunin í Körfuboltakvöldi leiddi það í ljós. Boltinn í ár er 603 grömm en var 579 grömm í fyrra.

Fannar Ólafsson, annar sérfræðingur þáttarins, var ekki tilbúinn að taka undir þá kenningu Kjartans að þetta væri ástæða fyrir slakri hittni leikmanna í 1. umferðinni.

„Núna getur þú byrjað að þurrka tárin,“ sagði Fannar og rétti Kjartani klút. „Hættu þessu væli, ég skil ekki svona bull.“

Jón Halldór Eðvaldsson, hinn sérfræðingur þáttarins, var sammála Kjartani og benti Fannari á að hann hefði nú ekki verið mikil skytta á sínum tíma.

„Þú hefur aldrei þurft að henda boltanum lengra en frá vítalínunni og varst ekkert sérstaklega góður í því heldur,“ sagði Jón Halldór í léttum dúr.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×