Ungverjar loka landamærum sínum að Króatíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2015 23:17 Gaddavír verður notaður til að loka landamærunum. vísir/epa Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02