Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC.
Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld.
„Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu.
Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum.
Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands.
Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári.
