Pavel: Það féllu engin tár í klefanum Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 16. október 2015 22:15 Pavel Ermolinskij keyrir á Tómas Þórð Hilmarsson í Ásgarði í kvöld. vísir/vilhelm Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sagði að hefði lítið vantað upp á til að Íslandsmeistararnir hefðu klárað leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. "Það var lítið sem vantaði upp á, mér fannst við vera brattari. Þeir settu niður erfið skot undir lokin á meðan við klikkuðum á okkar færum," sagði Pavel en Stjörnumenn höfðu á endanum betur, 80-76. "Við áttum að vera búnir að klára þetta miklu fyrr, þetta hefði ekki átt að vera svona jafnt undir lokin," sagði Pavel sem átti flottan leik í kvöld; skoraði 15 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Pavel kvaðst ekki vera ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld og segir liðið eiga ennþá nokkuð langt í land. "Nei, við getum ekki verið ánægðir með frammistöðuna en við erum bara á sama stað og allir þótt þessi kjarni hafi verið lengi saman. Við þurfum smá tíma til að koma okkur aftur í gang eins og hin 11 liðin. "Við þekkjumst vel svo það ætti að vera auðvelt. Um leið og þessar einföldu körfur og flæðið og skilningur milli manna í vörn og sókn eykst þá kemur þetta. Ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pavel og bætti því að þetta tap myndi ekki hafa of mikil áhrif á KR-liðið. "Alls ekki, það voru engin tár sem féllu í klefanum eftir leikinn. Það er hræðilegt að tapa en tilfinningin í leiknum var ekki sú að við værum á einhverjum slæmum stað heldur bara ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Maður fann það í leiknum," sagði Pavel að endingu. Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sagði að hefði lítið vantað upp á til að Íslandsmeistararnir hefðu klárað leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. "Það var lítið sem vantaði upp á, mér fannst við vera brattari. Þeir settu niður erfið skot undir lokin á meðan við klikkuðum á okkar færum," sagði Pavel en Stjörnumenn höfðu á endanum betur, 80-76. "Við áttum að vera búnir að klára þetta miklu fyrr, þetta hefði ekki átt að vera svona jafnt undir lokin," sagði Pavel sem átti flottan leik í kvöld; skoraði 15 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Pavel kvaðst ekki vera ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld og segir liðið eiga ennþá nokkuð langt í land. "Nei, við getum ekki verið ánægðir með frammistöðuna en við erum bara á sama stað og allir þótt þessi kjarni hafi verið lengi saman. Við þurfum smá tíma til að koma okkur aftur í gang eins og hin 11 liðin. "Við þekkjumst vel svo það ætti að vera auðvelt. Um leið og þessar einföldu körfur og flæðið og skilningur milli manna í vörn og sókn eykst þá kemur þetta. Ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pavel og bætti því að þetta tap myndi ekki hafa of mikil áhrif á KR-liðið. "Alls ekki, það voru engin tár sem féllu í klefanum eftir leikinn. Það er hræðilegt að tapa en tilfinningin í leiknum var ekki sú að við værum á einhverjum slæmum stað heldur bara ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Maður fann það í leiknum," sagði Pavel að endingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira