Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2015 07:00 Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. vísir/epa „Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu. Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
„Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54