Körfubolti

Darrel Lewis: Ég brosi því ég er með fallegar tennur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darrell Lewis hleður í skot í Seljaskóla í kvöld.
Darrell Lewis hleður í skot í Seljaskóla í kvöld. vísir/vilhelm
Darrel Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls sem vann ÍR í kvöld, 103-90, í fyrstu umferð Domino's-deildar karla. Lewis, sem verður fertugur í febrúar, fór á kostum í leiknum.

„við erum að spila í nýju kerfi og við erum allir að venjast því. við erum líka með nokkra nýja leikmenn og það tók bara tíma að fá kerfin almennilega í gang,“ sagði Lewis sem skoraði 37 stig í kvöld, þar af 24 í fyrri hálfleik.

Tindastóll skoraði meira en 100 stig í leiknum en Lewis segist ekki lesa of mikið í það. „Ég vil bara vinna leikina, sama hversu mikið við skorum,“ sagði hann.

Lewis verður fertugur í vetur en það er ekki að sjá á honum. Hann var frábær í kvöld og leikgleðin skein af honum.

„Ég reyni að halda mér í góðu formi fyrir þessa ungu menn. Strákarnir í liðinu segja að ég sé eins og rauðvín - verði bara betri með aldrinum.“

„En ég elska að keppa. Það verður aldrei tekið af mér. Ég elska að spila,“ bætti Lewis við, brosandi eins og alltaf.

„Ég er með fallegar tennur,“ sagði hann og skellti upp úr. „Ég elska að brosa. Það er ekki hægt að taka allt alvarlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×