Sjálfboðaliðar hjálpuðu til á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2015 20:06 Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20
Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47
Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05