Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Árni Páll Árnason skrifar 13. október 2015 07:00 Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar