Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 14:54 Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Vísir/Pjetur Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39