Eitt ár Stefanía gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 09:00 Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun