Í gær létust minnst ellefu flóttamenn, þar af fimm börn, í fimm mismunandi slysum í austanverðu Eyjahafi, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Sjúkraliðar og sjálfboðaliðar hlúðu að flestum þegar þau voru flutt að landi á Lesbos en 18 börn voru flutt á sjúkrahús. Þrjú þeirra eru sögð í alvarlegu ástandi.
Rúmlega 300 þúsund flóttamenn hafa komið að landi á Lesbos á þessu ári. Í heildina hafa rúmlega 700 þúsund flóttamenn komið til Evrópu.