Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 13:31 Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46