Skoða að stytta vinnuvikuna í 36 stundir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2015 11:54 Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið á sjötta tímanum í nótt. Mikið hefur mætt á ráðherrum vegna málsins. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefum ráðuneytanna. Verkefnið er hluti af samkomulagi ríkisins við aðildarfélög BSRB. Skrifað var undir kjarasamninga við félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna í nótt.„Í framhaldi af þessum viðræðum lýsir ríkisstjórn Íslands sig reiðubúna til að beita sér fyrir því að koma á tilraunaverkefni þar sem vinnutími verður styttur án launaskerðingar, eins og fram kemur í viljayfirlýsingunni,“ segir í tilkynningunni.Skoða framleiðni og árangur Þar segir að markmið tlraunaverkefnsins verði að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 stundir leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi stofnana. Sérstaklega verði skoðað hvernig útfæra megi styttingu vinnutíma hjá ólíkum tegundum stofnana, þar á meðal á stofnunum þar sem unnin sé vaktavinna. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR í samtali við Vísi.Skila skýrslu sex mánuðum áður en samningar renna út „Stofnaður verður starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneyta og BSRB og mögulega fleiri aðilum sem kunna að koma að verkefninu. Starfshópnum verður falið að skilgreina nánar markmið og aðferðir við útfærslu verkefnisins og hvernig meta skuli áhrif styttri vinnutíma á heilsu og vellíðan starfsfólks, starfsanda á vinnustöðum og á þjónustu viðkomandi vinnustaða með tilliti til gæða og hagkvæmni.“ Áætluð lok tilraunaverkefnis munu taka mið af gildistíma kjarasamninga sem undirritaðir voru í morgun og er gert ráð fyrir að starfshópur skili skýrslu um árangur þess a.m.k. sex mánuðum áður en samningarnir renna út eins og segir í tilkynningunni. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefum ráðuneytanna. Verkefnið er hluti af samkomulagi ríkisins við aðildarfélög BSRB. Skrifað var undir kjarasamninga við félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna í nótt.„Í framhaldi af þessum viðræðum lýsir ríkisstjórn Íslands sig reiðubúna til að beita sér fyrir því að koma á tilraunaverkefni þar sem vinnutími verður styttur án launaskerðingar, eins og fram kemur í viljayfirlýsingunni,“ segir í tilkynningunni.Skoða framleiðni og árangur Þar segir að markmið tlraunaverkefnsins verði að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 stundir leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi stofnana. Sérstaklega verði skoðað hvernig útfæra megi styttingu vinnutíma hjá ólíkum tegundum stofnana, þar á meðal á stofnunum þar sem unnin sé vaktavinna. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR í samtali við Vísi.Skila skýrslu sex mánuðum áður en samningar renna út „Stofnaður verður starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneyta og BSRB og mögulega fleiri aðilum sem kunna að koma að verkefninu. Starfshópnum verður falið að skilgreina nánar markmið og aðferðir við útfærslu verkefnisins og hvernig meta skuli áhrif styttri vinnutíma á heilsu og vellíðan starfsfólks, starfsanda á vinnustöðum og á þjónustu viðkomandi vinnustaða með tilliti til gæða og hagkvæmni.“ Áætluð lok tilraunaverkefnis munu taka mið af gildistíma kjarasamninga sem undirritaðir voru í morgun og er gert ráð fyrir að starfshópur skili skýrslu um árangur þess a.m.k. sex mánuðum áður en samningarnir renna út eins og segir í tilkynningunni.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07