„Með þessu viljum við tryggja skipulag og stjórnun á komu flóttamanna til lands okkar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir ráðherranum. „Við erum ekki að loka landamærunum.“
Bæði Austurríki og Slóveníu koma að Schengen samstarfinu og hafa hingað til verið með helstu leiðum flóttamanna inn í Vestur-Evrópu. MIkl-Leitner varð fyrir mikilli gagnrýni í síðustu viku, eftir að hún að sagði að nú væri tími til að ESB byggði aftur Evrópuvirkið svokallaða, sem Evrópa var kölluð í Seinni heimstyrjöldinni.
Aðstæður flóttamanna í Evrópu er víða ekki góðar, en meðfylgjandi myndband var tekið á landamærum Slóveníu og Króatíu á dögunum. Alls hafa meira en 700 þúsund flóttamenn komið til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á árinu og ekkert útlit er fyrir að þeim fari fækkandi.