Hundrað leikja byrjunarliðið frá Tampere Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 06:00 Hólmfríður bættist í hundrað leikja klúbbinn á mánudag. Vísir/Vilhelm Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira