Fótbolti

Kampavínið gæti komið Lewandowski í vandræði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Lewandowski er leikmaður Bayern Munich. Hér má sjá mynd af atvikinu.
Robert Lewandowski er leikmaður Bayern Munich. Hér má sjá mynd af atvikinu. vísir/getty
Stjörnuframherjinn Robert Lewandowski kemur við sögu í skýrslu lögreglunnar í Póllandi þar sem hann drakk kampavín á miðjum knattspyrnuvelli eftir að Pólverjar höfðu tryggt sér þátttökuréttinn á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári.

Í Póllandi er stranglega bannað að neita áfengis við svona tilefni og þá sérstaklega fyrir framan mikið af fólki. Lewandowski er fyrirliðið pólska landsliðsins en hann skoraði sitt 15. mark ,í sex leikjum á tímabilinu, þegar Pólverjar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Írum, 2-1, í Varsjá.

Eftir leikinn brutust út mikil fagnaðarlæti og greip þessi 27 ára framherji í eina kampavínsflösku.

„Við erum ekkert að missa svefn yfir þessu,“ segir Cezary Kucharski, umboðsmaður Lewandowski.

„Ég vonast bara til þess að knattspyrnusambandið náði að útskýra málið fyrir yfirvöldum og þetta mál eigi ekki eftir að trufla hann neitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×