Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 09:45 Gunnar Nelson stígur út úr búrinu í Vegas. vísir/getty „UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sjá meira
„UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30