Segir núverandi fyrirkomulag vera að eyðileggja samkeppni í flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 15:29 Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hindri samkeppni. Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“ Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“
Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42