Freyr: Leikmenn okkar eiga meiri virðingu skilið en þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 14:06 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm „Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira
„Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira