Hann hefur nú hvatt krakkana sem munu starfa á opna ástralska mótinu í upphafi næsta árs til þess að koma til hans og fá mynd af sér með honum. Svokallaða Bolamynd.
Boltakrakkarnir á mótinu mega ekki trufla stjörnurnar sem keppa en Federer er með aðrar reglur. Hann hefur sent 380 sjálfboðaliðum mótsins myndband þar sem hann hvetur þau til þess að koma og fá Bolamynd með sér.
„Ég var einu sinni einn af þessum boltakrökkum. Þá fannst mér frábært að elta stjörnurnar uppi og fá eiginhandaráritanir og myndir," sagði svissneska stjarnan.
„Þó svo reglurnar banni þetta þá mega krakkarnir koma og tala við mig."
Framkvæmdastjóri mótsins, Craig Tiley, er ekki alveg viss um að þetta verði eins auðvelt fyrir Federer og hann heldur.
„Þetta er flott framlag hjá honum og segir mikið til um hversu mikill toppmaður hann er. En með um 380 krakka í vinnu hjá okkur þá gæti þetta verið aðeins of metnaðarfull tilraun hjá honum."
Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Birkir Bjarnason, var greinilega með þessar reglur Federer á hreinu á dögunum er hann fékk þessa fínu Bolamynd með tennisstjörnunni.