Ólafur Páll: Hlökkum til að vinna með heilbrigðum Þórði Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:45 Þórður Ingason hefur tekið sig í gegn og ver áfram mark Fjölnis. vísir/vilhelm Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn