Mannréttindi brotin á eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun