KR vann leikinn eftir dramatískar lokamínútur, 87-84, en Tryggvi Snær átti stórleik og skoraði 20 stig og tók 14 fráköst. Hann réði ríkjum í teignum og kláraði níu af ellefu skotum sínum auk þess sem hann varði tvö skot frá KR-ingunum.
Sjá einnig:1. deildar lið Þórs stóð í Íslandsmeisturum KR | Sjáðu lokamínúturnar

Hann lék sitt fyrsta tímabil í fyrra með Þór í 1. deildinni. Tryggvi spilaði 15 leiki og skoraði 6,5 stig og tók 4,6 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði að meðaltali tæpar 18 mínútur í leik.
Tryggvi spilaði með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í sumar og var þar í lykilhlutverki.
Framtíðin er björt hjá þessum unga og efnilega körfuboltamanni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan sem Þórsarar tóku saman eftir stórleik hans gegn KR.