Klopp fer aðrar leiðir en Rodgers í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 22:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Vísir/Getty Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira