Handbolti

Stefán Rafn leikur eftir mögnuð tilþrif Gensheimer | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson sýnir flott tilþrif.
Stefán Rafn Sigurmannsson sýnir flott tilþrif. vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, sýndi á æfingu þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í dag að hann getur gert sömu hluti og þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer.

Gensheimer sýndi mögnuð tilþrif á æfingu toppliðsins í Þýskalandi um daginn þegar hann skrifaði boltann frábærlega yfir Mikael Appelgren. Gensheimer er af mörgum talinn besti hornamaður í heimi.

Gensheimer-skrúfan:


Stefán Rafn fær ekki mikið að spila hjá Rínarljónunum þar sem Gensheimer er á undan honum, en íslenski landliðsmaðurinn ætlar að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri á næsta tímabili. Gensheimer er nefnilega á leiðinni til Paris Saint-Germain.

Ef marka má myndbandið sem Löwen setti inn á Youtube-síðu sína í dag af æfingu liðsins hefur Stefán Rafn fylgst grannt með Gensheimer og gert eins og Einar Bárðarson; lært öll trixin í bókinni.

Stefán Rafn tók nefnilega afskaplega svipaða skrúfu og Gensheimer í dag, algjörlega óverjandi fyrir Appelgren sem virðist alltaf notaður í svona sprell, greyið.

Sigurmannsson-skrúfan:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×