Ríkið og rómantískar gamanmyndir Brynhildur S. Björnsdóttir og Starri Reynisson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun