Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00