Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00