Heimir: Fáum á okkur aulaleg mörk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2015 23:18 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm „Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda." Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda."
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45