Vannýtt hráefni í ferðþjónustu – Tækifæri til fullvinnslu 18. nóvember 2015 07:00 Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun