Körfubolti

Fannar um Hauk Helga: "Hugsaðu þér mig að reyna gera þetta"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var magnaður fyrir Njarðvík gegn FSu í Iðu á fimmtudag. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru aðeins og leikgreindu leik Hauks á Selfossi á fimmtudag, en hann gekk í Njarðvíkur fyrir nokkrum vikum.

„Þetta er það sem við vitum að hann getur og svona leik á hann eftir að eiga margoft í vetur. Núna er hann bara að slípast inn í liðið. Magnaður leikmaður," sagði Hermann Hauksson.

„Hugsaðu þér að vera tveir metrar og skora 31 stig, fjórtán fráköst og gefa sex stoðsendingar. Ég veit ekki alveg hvort að menn átti sig á því að það er erfitt að gera þetta. Þetta er bæði inn í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna," bætti Fannar Ólafsson, gamli miðherjinn, við og hélt áfram:

„Þetta er mjög erfitt og hann er tveir metrar. Hann er jafn stór og ég. Hugsaðu þér mig að reyna að gera þetta. Bara, gleymdu hugmyndinni!" sagði Fannar og þáttarstjórnandinn, Kjartan Atli Kjartansson, sagði að það væri ekki séns að Fannar gæti þetta.

Allt innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Framlenging

Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er gripið til framlengingar þar sem fimm umræðuefni eru rædd á fimm mínútum.

Körfuboltakvöld: Fannar skammar

Einn dagskráliður í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport hefur vakið mikla kátínu flestra körfuboltaunnenda og liðurinn var að sjálfsögðu í Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi.

Körfuboltakvöld: Dabbi konungur og Emil í þristholti

Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson áttu virkilega góðan dag fyrir Þór Þorlákshöfn sem vann góðan sigur á Stjörnunni á fimmtudag, en lokatölur urðu 86-76, Þór í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×