Slæmur rekstur eykur byrðar unga fólksins Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2015 15:45 Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun