Ísland og norðurslóðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun