Stöðugleikasamkomulagið er spuni Skjóðan skrifar 11. nóvember 2015 08:00 Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira