Myndum við stofna RÚV? Ari Trausti Guðmunsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun