Katrín: Auðveld ákvörðun því þjálfarinn ætlaði að setja mig á bekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2015 16:45 Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. vísir/getty Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira