Kínamúrar Helga Stjórnarmaðurinn skrifar 9. desember 2015 09:30 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira